Myndbrot by Bubbi Morthens & Stríð og friður
Myndbrot by Bubbi Morthens & Stríð og friður

Myndbrot

Bubbi Morthens * Track #2 On Fjórir naglar

The music player is only available for users with at least 1,000 points.

Myndbrot Lyrics

Þar sem auðnin og sandur þekur allt
Þar sem sólin skín en samt er þar kalt
Þar sem jökullinn hörfar hvern einasta dag
Heyrði ég sungið svo fallegt lag
Það var engill sem sat á svörtum stein
Röddin var svo tær björt og hrein
Ég vil þig, ég vil þig ekki
Ég vil þig, ég vil þig ekki
Ég sat og hlustaði um stund

Þar sem brimaldan flæðir upp á land
Þar sem æska þín er grafin í sand
Þar sem strákar og stelpur fóru í slag
Heyrði ég sungið svo fallegt lag
Það var engill í rólu að róla sér
Og röddin ljúfa settist í hjarta mér
Ég vil þig, ég vil þig ekki
Ég vil þig, ég vil þig ekki
Ég sat og hlustaði um stund

Þar sem fortíð og framtíð mætast nú
Og hið fagra og ljóta byggja þar brú
Yfir óttann þar sem er dagurinn þinn
Heyrði ég aftur fallega sönginn
Þar var engill sem sat uppi í grænni hlíð
Og röddin var svo mjúk, heit og blíð
Ég vil þig, ég vil þig ekki
Ég vil þig, ég vil þig ekki
Ég sat og hlustaði um stund

Þar sem dauðinn og lífið leika hvern dag
Leggja allt undir fyrir hvern einasta slag
Þar sem óskir þínar fljúga svo hátt
Heyrði ég sungið svo dapurt og lágt
Það var engill sem átti þennan bláa söng
Og röddin minnti mig á kvöldin löng
Ég vil þig, ég vil þig ekki
Ég vil þig, ég vil þig ekki
Ég sat og hlustaði um stund

Myndbrot Q&A

Who wrote Myndbrot's ?

Myndbrot was written by Bubbi Morthens.

Who produced Myndbrot's ?

Myndbrot was produced by Bubbi Morthens.

When did Bubbi Morthens release Myndbrot?

Bubbi Morthens released Myndbrot on Fri Jun 06 2008.

Your Gateway to High-Quality MP3, FLAC and Lyrics
DownloadMP3FLAC.com