[Bubbi Morthens]
Hann situr við gluggann gamall maður
Gengið dagur hefur tímans til
Um hug hans flæðir fljót af orðum
Sem finna ekki skáldið sitt
Í hrauninu svipir hins liðna líða
Látnir vinir stoppa um stund
Og augu hans virðast vakna til lífsins
Þegar vofurnar hverfa á hans fund
Um Herdísarvíkina vængstífður situr
Völdum rúinn einn og sér
Í Herdísarvík heyrist vængjaþytur
Vængjaþytur þegar skyggja fer
Hann rifjar upp marga sæta sigra
Er sigldi hann í víking með vopnin brýn
Þau vopn sem stolt hans voru og prýði
Virðast löngu grafin og týnd
Og nóttin hún líður við lestur hugans
Leiðin til hjartans er beiskjulaus
Í myrkri hann situr og syrgir ekkert
Því sjálfur leiðina hann kaus
Um Herdísarvíkina vængstífður situr
Völdum rúinn einn og sér
Í Herdísarvík heyrist vængjaþytur
Vængjaþytur þegar skyggja fer
Nýr dagur fellur úr fangi himins
Í fjallagili fá skuggar skjól
Hann situr við gluggann gamall maður
Með gæfunnar brotið hjól
Um Herdísarvíkina vængstífður situr
Vöndum rúinn einn og sér
Í Herdísarvík heyrist vængjaþytur
Vængjaþytur þegar skyggja fer
Síðasti örninn was written by Bubbi Morthens.
Síðasti örninn was produced by Hilmar Örn Hilmarsson.
Bubbi Morthens released Síðasti örninn on Mon Jan 01 1990.