Ligg hér stjarfur
Strit að baki
Endalaus nótt
Friður er úti
Aldrei lengur hljótt
Veggit stara
Dag og nótt
Ég kvíði því að loka augum
Hér er reimt
Brakar í sperrum
Fúin gólfin anda
Speglar ljúga
Endalausir gangar
Tálsýn ljóss og birtu
Líf mitt er martröð
Fótatök fylgja hverju skrefi
Skuggaverur af óþekktu meiði
Ómennskar raddir þeirra óma í höfði mér
Farðu, farðu, farðu