tala of hægt en hugsa of hratt
guðir fyrirgefa allt hef ég heyrt sagt
gyðjur klæðast í hvítt en gera svart
draugar ásækja alla einhvern dag
drýslar ráðast á þá sem bjóða þeim góðan dag
taktu allt
finn alltof fátt og læri of seint
ég og þú- blóðug andlit, brothætt bein
AK X-extreme ég og þú ert ein
gullnir vegir fara oft á skjön við heim
þyrnar stingast í þá sem viljandi traðka á þeim
gakktu beint
tala of hvasst og vinn of stíft
seðlar segja oftast meira en orðin mín
áttavitar beina aldrei heim til þín
hvítan pappír er ekki rammað inn
hylling brýst þó víst út í sálmum og þessi er þinn
sjáðu um þig
tala of stutt en hugsa of langt
guðir hlusta á of margt en gera of fátt
gyðjur gráta aðeins þá sem stefna hátt
draugar hverfa ef þú tekur þá í sátt
drýslar ráðast á allt sem hægt er að ráðast á
haltu í þá
ég get séð þá héðan
illa úlfa að hlaupa að mér
og ég finn skjól hjá þér