Lífið er oft svo leiðinlegt
Lífið er ekkert fyndið
Fólkið er dauft og fúlt og trekt
Í forarpytti þið syndið
En elskurnar, þetta er ekkert mál
Og akkúrat hér er svarið
Það birtist, sko, upp í ykkar sál
En í leikhúsið, í leikhúsið þið farið
(Stop, þetta er ekkert diskótek!)
Í leikhúsinu er ekkert ekta
Allt þetta fúla, trekkta og svekkta
Á ekki heima á okkar þjölum
Því þar er gleðin við völd
Og sjá, hér er lífið ilmvatnsúðað
Indælt og smart og sykurhúðað
Hetjulegt, flott, var fært í búning
Og falið bakvið tjöld
Þetta er töfraleikhús Stórólfs
Þar sem gervimennin ganga
Um gerviheim á gerviskóm
Um gervigras og gerviblóm
Og gervisólin skín
Yfir gervifjöll og dranga
Þetta er töfraleikhús Stórólfs
Komið þið og kíkið inn
Töfraleikhús Stórólfs was written by Karl Ágúst Úlfsson & Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson.
Magnús Jónsson released Töfraleikhús Stórólfs on Mon Jan 01 2007.