[Verse 1]
Þau vita hver ég er
Þau vita hver ég var
Allir eru að segja við mig, "farðu varlega"
Mig langar bara að vera uppi, eins og raketta
Hún er að labba inn og ég er taka fokking þakið af
Baby, spurði mig hvort að við munum lifa þetta af
Ég er ekki hér til að lifa af, ég vil lifa hratt
Mig langar ekki bara í eitthvað, langar í þetta allt
Mig langar að fá tíma í Trúpí, ég tek þetta
Kom leið út úr bankanum áðan
Drekkum þetta fjó-fjólubláa
Þau eru löngu, löngu, búin að sjá það
Á meðan að ég er hér, þá er ég með þetta
Augun á mér lokuð en ég er vakandi
Ég er búinn að vera vinna á meðan að þau eru að tala um mig
Ég veit ekki hvað þau flokka mig undir
Ég er ekki rappari
Ég er rappandi, rokkari sem að elskar að opna sig
Já, þau reyna að toppa mig
Hún er eina sem má það
Á meðan að þau jogga sig þá er ég að blása
Sáu hvað ég gerði, já, þið gerðuð það áðan
Ég elska að gera þetta brjálað
Baby ég sá það, ég á það, ég má það
[Chorus]
Já, mig langar ekki að missa það
Þessir bikarar þeir fara upp í hilluna
Er að detta niður, detta ofan í gildruna
Er það blessun eða bölvun að ég dýrki það?
Langar ekki að missa það
Þessir bikarar þeir fara upp í hilluna
Er að detta niður, detta ofan í gildruna
Er það blessun eða bölvun að ég dýrki það?
[Verse 2]
Þau vita hver ég er og hver ég var
Mæti inn á klúbbinn segi: *pow pow pow*
Aftur á bak þegar að ég læt mig falla
Það sem að þú vilt er ekki það sem að þig vantar
Ég breytti leiknum þegar ég fattaði hann
Ég er ekki að búast við því að þau séu að fatta það
Ég opna dyrnar fyrir henni, fokka á alla aðra
Ég er búinn að klára þetta shit, kominn á allt, allt annað
Ég heyri í þeim fyrir utan segja bla, bla, bla, bla
Ég nenni ekki að spurja "hva, hva, hvað, hvað?"
Ég hlusta ekki þau eru að ta-ta-tala
Ég fokking fattaði þetta strax, strax, strax, strax, baby
Á mér núna alveg eins og alltaf
Er að snúa þessu við því að mér finnst það gaman
Baby, elskar mig jafn mikið og þær elska drama
Ekki taka þessu inn á ykkur, elska alla
[Verse 3]
Vanur þessu lífi baby
Haltu áfram upp og niður
Vakandi að dögun mér er sama, ég er græða millu
Ekkert til að tala um því ég nenni ekki að tala um ykkur
Held áfram að safna bikurum og set þá upp í hillu
Poppa þessa flöskur alveg eins og ég poppaði pillur
Poppa þessa flösku alveg eins og ég helli henni niður
Fyrir mína homies sem að fóru snemma, hvíl í friði
Geri þetta fyrir þá, ég geri þetta fyrir liðið
[Chorus]
Já, mig langar ekki að missa það
Þessir bikarar þeir fara upp í hilluna
Er að detta niður, detta ofan í gildruna
Er það blessun eða bölvun að ég dýrki það?
Langar ekki að missa það
Þessir bikarar þeir fara upp í hilluna
Er að detta niður, detta ofan í gildruna
Er það blessun eða bölvun að ég dýrki það?
BLESSUN EÐA BÖLVUN was written by Jón Bjarni Þórðarson & Aron Can.
BLESSUN EÐA BÖLVUN was produced by Jón Bjarni Þórðarson.
Aron Can released BLESSUN EÐA BÖLVUN on Fri Jun 25 2021.