[Verse]
Inn á sviðið sporin stígurðu eitt og eitt
Eflaust sérðu eitthvað þó ég sjái ekki neitt
Með höndina á gítar sem gefur engin hljóð
Gatan drukkið hefur í sig öll þín vöku ljóð
Þú komst við í víti, það hef ég heyrt
Á hraða sem fáir getað hafa keyrt
Gítar þinn treystir á þína fimu fingur
Þeir falla bláu tónarnir meðan sálin syngur
Langir eru dagarnir sem dunið hafa á
Dofinn líkt og nóttin særður hvarfstu frá
Það snerist allt um drauma og dreypa víni á
Dansa svo inn í myrkrið með hjartað fullt af þrá
Nýja tilveru þráðir þú, ný og betri ár
Að nýtt líf gæti hjálpað þér að lækna öll þín sár
Öngvum hefur dugað að flýja sjálfan sig
Sennilega veistu, líkt gildir um þig
Gömul þula segir trúin flytji fjöll
Að fiskimannsins hjarta sé stærra en konungs höll
Um dópið vitum báðir, það býður engin svör
Það blekkir aðeins tónana og skilur eftir ör