[Texti fyrir "4:20 í prag"]
[Byrjun: Saint Pete]
Okey, bout it eins og hafið
Þeir hoppuðu á öldu, núna er báturinn á kafi
Reyna sækja mánuðina á hálftíma í staðinn
Pitch’um þessu sjáum hversu hátt við getum farið
[Vísa 1: Saint Pete]
Upphitun er lokið
Fyrsti rástími er hafinn
Strákurinn er valid
Segja "Saint kom inn í leikinn svona þrjátíu undir pari"
Ef það var einhver vafi, þá er hann farinn (Hann er farinn)
Ég hafði ekkert val því ég var valinn
Narrinarr kominn í Val, gengið sækir bara titla
Léttara er að lofa en að efna, tal mun ekki virka
Gerið ekkert, skrifið bara pistla, engir anarkistar
Ef ég er ekki á þínum lagalista þarftu að laga listann
Aðrir gæjar reyna að drepa trúna (Drepa trúna)
Ég er páfugl þarft að leyfa mér að fljúga (Yeah)
Meika ekki næstum, ég mun deyja fyrir múla
Vilja meina að ég sé næstur, líður meira eins og núna
[Vísa 2: Arnar Freyr]
Baby, verð að rjúka
Eins og það sé útkall
Heiminn vantar einmitt fleiri heiðarlega skúrka
Allt sem ég geri verður bangin eða blússað
Án Péturs og Úlfa væri leikurinn að fúna
Ay, opna gluggann er að kæla böku
Og í öðru herbergi er ég að kæsa skötu
Hvorki tengdur æðri öflum eða glæpamönnum
Ekki fyrstur til að rappa um að gæta mömmu
Ekki fyrstur til að rappa um að vera bestur
En sá fyrsti til að vera það síðan í raun og veru (Yup)
Sólin skín og ég get ekki opnað augun betur
Alltaf verið grunsamlegur
En ég er bara ylja mér við eldinn
Þú um þig
Ég hef farið of nálægt og brennt mig, stupid shit
Inn í miðjum kastala er Úlfurinn (já)
Eins og endakallinn þegar motherfuckers gera atlögu að krúnunni
[Vísa 3: Helgi]
Það þýðir ekki að spyrja að þessu lengur
Ef þú vilt breyta leiknum ekki bíða eftir neinu
Strákarnir að Norðan labba í slow-mo út úr reyknum
(Hey, Helgi kæri bróðir minn hvað segirðu?)
Smá Heimsku, ég er á ljóshraða í geimnum
Tuttugu ára ferill elska nóttina og keyrslu
Elska enn að góla í míkrófón og þiggja greiðslu
Verkvit, þú hangir ekki í skóla fyrir reynslu
Ég borða rappara á tóman maga og geng burt
Því flestir þessir gaurar myndu sóma sér í geymslu
Ógeðslega beittur en þú tórir ekki í neinu
Og ég trúi ekki á jólasveininn lengur
Ég hjóla í þessa bleyðu englakórinn er til reiðu
Dóla þetta á seiglu hreinu hjarta og góðum beinum
Brosi út að eyrum Jolly Cola og hráar steikur
Aldrei lítill alltaf stór, alltaf flottur aldrei smeykur
[Vísa 4: Saint Pete]
Engar gráður en verð alltaf heitur
Ég var að kafna á reyknum
Þau koma í Biffann til að panta eitur
Tengdur drengur enginn naflastrengur
Rúlla upp fyrir gengið
Jónan gengur eins og pakkaleikur (Yea)
Ég zone-a inn þegar ég zone-a út
Trjónupeðla-tómarúm
Hoppa út í jónu þrjú (Þrjú)
Ólst ekki upp teljandi bláa en ég er búinn að venja mig á það
Allar keðjurnar hálar (Já)
Hálsinn eins og bíll á köldum morgni (Morgni)
Skórnir mínir pínu eins og þínir nema flottir
Hoppa í píku eins og fokkit
Hún er heit, ég gæti sett eitthvað í ofninn
Stutt leið frá toppinum, niður á botninn
Höldum þessu áfram, ég á heima á toppnum
Var að reykja hálfa, ég fékk heila í morgun
Þú ert bleyða með meiru, bitch made eins og hvolpur
Hringi í meindýraeyði þið eruð meira eins og rottur (Já)
Ekki alltof margir sem má treysta (Ekki treysta þeim)
Ef shittið þitt er dóp þá er það lace’að
Vandamál sem ég ætla ekki að leysa
Það er margt sem mætti breyta
En svona er maður eins og peysa
Geri þetta fyrir Hreinsa
Fyrir gengið og shit
Fyrir heimilið mitt
Fyrir heiminn og shit
Engar slöngur ekkert slaður ekki að slangetta shit (Nei)
Á milli-stykkis og plöggsins ég er bara að tengja þetta shit
[Endir: Saint Pete]
Fjögur tuttugu í Prague var búinn að blessa þetta lag og manifesta þennan dag, ekki testa mig í dag
Enginn pressa, aldrei pressa fyrr en pressan fór af stað má ekki festa mig á AK
Ég man að ég er ekki tré
Ég segi bless og fer af stað
Svo lengi sem þeir prenta mun ég elta þetta blað
Skólinn minn gat ekki kennt mér og þau kenndu mér um það
En ekkert stress, því ég er með plan
4:20 í Prague was written by Saint Pete & Arnar Úlfur & Helgi Sæmundur.
4:20 í Prague was produced by Þormóður & Hreinn Orri & Saint Pete.
Saint Pete released 4:20 í Prague on Sun Aug 11 2024.