Ég ætla mér, út að halda
Örlögin valda því
Mörgum á ég, greiða að gjalda
Það er gömul saga og ný
Enn Guð einn veit, hvert leið mín liggur
Lífið svo flókið er
Oft ég er, í hjarta hryggur
En ég harka samt af mér
Eitt lítið knús, elsku mamma
Áður en ég fer
Nú er ég kominn til að kveðja
Ég kem aldrei framar hér
Er mánaljósið, fegrar fjöllin
Ég feta veginn minn
Dyrnar opnar draumahöllin
Og dregur mig þar inn
Ég þakkir sendi, sendi öllum
Þetta er kveðja mín
Ég mun ganga á þessum vegi
Uns lífsins dagur dvín
Ég mun ganga á þessum vegi
Uns lífsins dagur dvín