Vildi að þú vissir

Valdimar

The music player is only available for users with at least 1,000 points.

Download "Vildi að þú vissir"

Vildi að þú vissir by Valdimar

Release Date
Tue Oct 18 2016
Performed by
Valdimar

Vildi að þú vissir Lyrics

[Verse 1: Valdimar]
Einsamall
Ég festi fót á bremsunni
Og búinn að læsa hurðinni
Gefðu mér frið
Falleg orð
Og ráðleggingar duga skammt
En gefstu ekki upp á mér strax
Stöldrum við
Sjálfsblekking
Sem sýkti allar hugsanir
Og gjá milli okkar stækkaði
Og stækkaði

[Chorus: Valdimar]
Ég vildi að þú vissir
Skugginn á ekki að falla á þig
Þetta er vandi sem er minn
Ég vildi að þú vissir
Skugginn á ekki að falla á þig
Þetta er vandi sem er minn

[Verse 2: Valdimar]
Þú vildir vel
Og sýndir oft gott fordæmi
En ég þoldi illa gagnrýni
Og bremsaði
Og ég sýni
Ekki í verki að ég er
Þakklátur að þú sért hér
Og loka á þig

[Chorus: Valdimar]
Ég vildi að þú vissir
Skugginn á ekki að falla á þig
Þetta er vandi sem er minn
Ég vildi að þú vissir
Skugginn á ekki að falla á þig
Þetta er vandi sem er minn
Ég vildi að þú vissir
Skugginn á ekki að falla á þig
Þetta er vandi sem er minn
Ooooo...

[Outro: Valdimar]
Ég heyri bank
Og sé þig hanga á húninum
Er búinn að týna lyklinum
Allt er í lás

Vildi að þú vissir Q&A

When did Valdimar release Vildi að þú vissir?

Valdimar released Vildi að þú vissir on Tue Oct 18 2016.

Your Gateway to High-Quality MP3, FLAC and Lyrics
DownloadMP3FLAC.com