Kona by Bubbi Morthens
Kona by Bubbi Morthens

Kona

Bubbi Morthens * Track #3 On Kona

Kona Lyrics

[Verse 1]
Kannski er ég enn á veiðum
Jafnvel orðinn sjálfur bráð
Lokað hef ég öllum leiðum
Með regnbogans silfurþráð

Vorið fæddist til þess að deyja
Gefa eitthvað nýtt
Ég heyrði vindinn við kornið segja:
"Sumarið verður hlýtt"

[Chorus]
Viska þín var viska barnsins
Sem flestir hafa misst
Þrungin speki öldungsins
Sem leit heiminn manna fyrst

Þú dansaðir á ljósinu
Með augun full af von
Sem upphaf sitt átti í Betlehem
En dó í Babylon

[Verse 2]
Veistu, ég sakna náttanna
Með sinn eina sanna lit
Gleðióm fuglanna
Í trjánum ljúfan þyt

Ég leita þín í öllum þeim
Andlitum sem ég sé
Stundum býð ég stúlku heim
Sem veit ekki að ég er ég

Darararararaaraa...

[Verse 3]
Í kyrrðinni dafnar og lifir sá kraftur
Sem hjartað hafði misst
Ef þögnin gæti fært mig aftur
Á þann stað sem ég sá þig fyrst

Skuggarnir sofa á veginum úti
Sporin eru þar enn
Sem mörkuð voru í svörtu fjúki
Ég þarf að ganga hann senn

Trója átti Helenu fögru
Akkilles hælinn sinn
Trójuhestsins augu störð
Þráðu að komast inn

Eins og herirnir við eldana biðu
Bíð ég í minni trú
Játa því sem augun tryðu
Að það gæti verið þú

[Chorus]
Viska þín var viska barnsins
Sem flestir hafa misst
Þrungin speki öldungsins
Sem leit heiminn manna fyrst

Og þú dansaðir á ljósinu
Með augun full af von
Sem upphaf sitt átti í Betlehem
En dó í Babylon

Darararararaaraa...

Your Gateway to High-Quality MP3, FLAC and Lyrics
DownloadMP3FLAC.com