[Texti fyrir "Hverjum degi nægir sín þjáning"]
[Vísa 1]
Allt í kring
Eru vandamál, alltaf
Vandamál sem leysa má
Ef að tími gefst, hvenær
Hlaðast upp
Líkt og öskufjall, hækkar
Erfitt er að trúa því
Að þau leysist öll
Aldrei
[Viðlag]
Hverjum degi duga má sín þjáning
Þökkum fyrir það
Að morgun dagsins erfiðleikar eru
Ekki til í dag
[Vísa 2]
Hvert andartak
Er svo merkilegt, alltaf
Of dýrmætt til að eyða í
Óþarfa áhyggjur af framtíð
Sem erfitt er
Að tjónka við, hún kemur
Sama hversu illa við
Erum undir það búin
[Viðlag]
Hverjum degi duga má sín þjáning
Þökkum fyrir það
Að morgun dagsins erfiðleikar eru
Ekki til í dag
Hverjum degi duga má sín þjáning
Þökkum fyrir það
Að morgun dagsins erfiðleikar eru
Ekki til í dag
Hverjum degi nægir sín þjáning was written by Valdimar Guðmundsson & Ásgeir Aðalsteinsson.
Hverjum degi nægir sín þjáning was produced by Björgvin Ívar Baldursson & Valdimar Guðmundsson.
Valdimar Guðmundsson released Hverjum degi nægir sín þjáning on Sat Nov 20 2010.