Heppin by Daughters of Reykjavík
Heppin by Daughters of Reykjavík

Heppin

Daughters of Reykjavík * Track #5 On RVK DTR

Heppin Lyrics

Fáum okkur einn alveg ísjökul kaldann
Hryðjuverkum fiskinn, fjöllin og fjöldann
Splæsum í Dominos og bengum nokkrar chicks
Panta dýrindis dræsu með Doritos dips
Skjárinn endursýnir stoltur bardaga Gunnar Nels
Á meðan Palestína ver sig gegn höggum Ísraels
Töggum, lækum, mötsum, pókum
Skákum, mátum, vinnum helst
Slátrum Kalla kanínu fyrir eitt stykki pels
Saklaust fólk í útlöndum, í vegköntum í pörtum
Svo stöndum við og kvörtum undan kynfæravörtum
Miskunnarbón í mónó , mónapollý dónó
Meira mollý, meira fjör, meira show - YOLO
Bætur frá féló og upplásið egó
Stelpur úr Barbí og strákar úr LEGO
Go - let’s go

Öndum að okkur tjöru
Endum öll á börum
Spækum spræku stelpurnar svo þær verðað smjöri
Smyrjum þær á ritz kex
Flexum þessum six pekk
Störum, hikstum, flissum, pissum, dissum ekki smá sex
Peppuð pía í á pallinum og leikurinn er hafinn
Háhýsin hía á mig - ég er í kafi
Tóm í framan tórandi í framanum
Með stoltið að vopni - “Alltaf í boltanum?”
Sykursjokk í skoltinum en soltin í Meir
Ég vil fá það núna, einn, tveir og Geir!

Láttu bítið berjá kassa
Put ya hands up in the air
Öll fljóðin nú flassa
Og sóðarnir með

Láttu bítið berjá kassa
Put ya hands up in the air
Öll fljóðin nú flassa
Og sóðarnir með

Því ég er ball’in
Ég er all in
Ég er pepp’in
Djöfull er ég heppinn!

Því ég er ball’in
Ég er all in
Ég er pepp’in
Djöfull er ég heppinn!

Lómagnúpur opnast og jötunninn grætur
Þras og þrætur
Njállinn er brenndur
Kallinn orðinn kenndur
Kennir þér að hlíða
Ríðum nú á vaðið Hlíðin mín fríða!
Börnin fermd og fullur farmur barna
Á leið yfir sjóinn - Sjá hver er þarna?
Grátbólgin báran sem alein sér sárin
Öskrar og syrgir ókomnu árin
Enginn heyrir, enginn veit
Þey, þey og ró ró
Hún var hrein mey og hún dó
Bárunni býður við
Opnar á sér gin gin-ið
Tónikið á tilboði
- hversu mikið skulda ég?

Er greiðslan í góðu? Annars, sett’ana á rað
Gefðu mér spaðann og slappaðu af!
Það er dulítil lægð og skýjað með köflum
Konur með konum og konur með köllum
Konur í holum og konur á stöllum
Konur í von um að enda á pöllum

Því rokkið lifir enn á meðan sleggjur eru sleiktar
Enn sitja menn og horf’á skonsur dansa steiktar
Megabeib í ponsupilsi, sjálfsvirðingin horfin
Brennur bálið innra er hún dansar upp á borði!

Sólarlagið gyllist og spillingin fagnar
Nóttin étur sólina - tónlistin þagnar
Skuggarnir tala , samviskan í dvala
Dýrið gengur laust og sveiflar sínum hala
Djammið deyr en fólk vill meir
Hún, hann, þær og þeir
Svo bring it on right now - 1,2 og Geir!

Láttu bítið berjá kassa
Put ya hands up in the air
Öll fljóðin nú flassa
Og sóðarnir með

Láttu bítið berjá kassa
Put ya hands up in the air
Öll fljóðin nú flassa
Og sóðarnir með

Ég er ball’in
Ég er all in
Ég er pepp’in
Djöfull er ég heppinn!

Ég er ball’in
Ég er all in
Ég er pepp’in
Djöfull er ég heppinn!

Heppin Q&A

Who wrote Heppin's ?

Heppin was written by .

Who produced Heppin's ?

Heppin was produced by .

Your Gateway to High-Quality MP3, FLAC and Lyrics
DownloadMP3FLAC.com