Nú sést loks í land
Á þessum voðavetri
Svífur yfir sand
Boð um tíma betri
Ég vil vakna við friðsælan fuglasöng
Á meðan sólin slær malbikið
Bjóða í kaffi og kleinur á svölunum
Og safna freknum á andlitið
Því mér tækist seint að gleyma
Sumrin sem ég varði heima
Bjartar nætur koma enn á ný
Og ég vil ekki missa af því
Ó vil ekki missa af því
Þú horfir á mig á hlærð
Beibí keyrum hringinn
Fegurst fjallafærð
Senn blóma berjalyngin
Þræðum fáfarinn veg
Það finnur okkur enginn hér
Í grasi við blágrenisrót
Við skulum blasta Bubba í botn
Veistu um eitthvað eins gott
Og að njóta í norðursól?
Því mér tækist seint að gleyma
Sumrin sem ég varði heima
Bjartar nætur koma enn á ný
Og ég vil ekki missa af því
Ó vil ekki missa af því
Ó vil ekki missa af því
Ó bjartar nætur koma enn á ný
Mmm...
Bjartar nætur
Bjartar nætur was written by Elín Hall.
Elín Hall released Bjartar nætur on Fri Jun 04 2021.